Litlir lærisveinar
  • Heim
    • Um verkefnið / Hafa samband
  • Fyrir kirkjur
    • Guðsþjónusta
    • Barna og æskulýðsstarf
    • Regnbogabæn
  • Fyrir krakka

Enginn getur gert allt -
​en allir geta gert eitthvað!

Picture
Páskafastan er tímabilið frá öskudegi fram að pálmasunnudegi, þá hefst kyrravika sem varir fram að páskadegi. Þetta er tímabil sem kristið fólk hefur notað til að styrkja tengslin við Guð og náungann í gegnum föstu og góð verk. Undanfarna áratugi hafa tugþúsundir kristinna í mörgum löndum notað þennan tíma til að æfa sig í því að ganga betur um jörðina.
Ef allir gera sitt besta getum við nefnilega gert svo margt gott fyrir jörðina, náttúruna og náungann!

Þetta getur þú gert!

Umhverfismerkin

Lærðu að þekkja umhverfismerkin og hjálpaðu fjölskyldunni að velja vörur með þessum merkjum þegar þú ert í búðinni! Ef þú sérð þessi merki á vörum þá veistu að þær eru betri fyrir umhverfið og samfélagið!

Nánar á vef Umhverfisstofnunar
Picture

Hjálparstarfið

Hjálpaðu hjálparstarfi kirkjunnar að styrkja ungt fólk í Kampala, höfuðborg Úganda. Þar hjálpum við ungu fólki úr fátækum fjölskyldum að læra handverk eða iðn svo að þau geti losnað úr fátæktargildrunni og eignast betra líf. 
Þú getur hjálpað okkur að hjálpa þeim!

Hægt er að fá söfnunfarbauka Hjálparstarfsins í flestum kirkjum!

Nánar um Kampala verkefnið.
Picture

Litlir lærisveinar

klippispjald_prentun.pdf
File Size: 563 kb
File Type: pdf
Download File

klippispjald.png
File Size: 1583 kb
File Type: png
Download File

Fáðu hjálp við að prenta út þetta verkefnaspjald fyrir páskaföstuna. 
Þessi verkefni hjálpa okkur að styrkja tengslin við jörðina og ganga af virðingu um hana.

Þegar búið er að haka í 5 box á spjaldinu getið þið tekið mynd af því og deilt á facebooksíðu Barnastarfs kirkjunnar, Allir þátttakendur fá senda viðurkenningu en nokkrir heppnir krakkar verða dregnir út og fá veglegan vinning frá Kirkjuhúsinu.

Hægt er að senda myndir fram að páskum 2019.
Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
    • Um verkefnið / Hafa samband
  • Fyrir kirkjur
    • Guðsþjónusta
    • Barna og æskulýðsstarf
    • Regnbogabæn
  • Fyrir krakka