Hvað er regnbogabæn?Við þekkjum það að kveikja á aðventukertunum sunnudagana fyrir jól. Regnbogabænin gefur okkur ákveðna hliðstæðu fyrir páskaföstuna. Þessi hefð hefur verið að ryðja sér rúms í norsku kirkjunni og sérstaklega undanfarin ár eftir að hjálparstarf kirkjunnar þar í landi tók þetta verkefni upp á sína arma.
Eins og á aðventunni á hvert kerti sinn dag og sína merkingu. Tilgangur verkefnisins er að tengja föstuna við réttlæti, umhyggju fyrir umhverfinu og von um betri framtíð. Samhliða því að nýta efnið tökum við þátt í að safna fyrir og styrkja Kampalaverkfni Hjálparstarsins - Nánar |
Hvernig geri ég þetta?
|
Hér á þessari síðu finnið þið yfirlit yfir þá daga sem kveikt skal á kerti, umfjöllun um merkingu litanna og allt efni sem þarf til að nýta þetta í guðsþjónustunni.
Það er mikilvægt að þið útvegið ykkur kerti í litum regnbogans og komið fyrir í kór kirkjunnar. Litirnir eru: rauður, appelsínugulur, gulur, grænn, ljósblár, kóngablár og fjólublár. Kveikið á réttum kertunum í upphafi guðsþjónustunnar og fáið gjarnan börn til að aðstoða við það. Eins og sjá má hér að neðan er hægt að fara mis langt í því að nýta efnið, þið getið ákveðið að nýa aðeins kertin og bænirnar ef það hentar ekki að gera meira. 3. mars - Æskulýðsdagurinn 10. mars - Fyrsti sunnudagur í föstu. 17. mars – Annar sunnudagur í föstu. 24. mars – Þriðji sunnudagur í föstu. 31. Mars – Fjórði sunnudagur í föstu. 7. apríl – Fimmti sunnudagur í föstu 14. apríl - Pálmasunnudagur Í skjalinu hér fyrir neðan eru sögur og bænir fyrir hvern dag. ![]()
|
Regnbogabæn, þrjú þrep
Fyrsta þrep
|
Annað þrep
|
Þriðja þrep
|